ensk.is icon indicating copy to clipboard operation
ensk.is copied to clipboard

Bæta við orðum úr Íðorðabankanum?

Open torfason opened this issue 2 years ago • 1 comments

Ég velti fyrir mér hvort ekki megi nýta Íðorðabanka Árnastofnunar til að auka við orðaforða ensk.is. Auðvitað ákveðin tegund af orðum sem þar má finna, en gæti verið gagnleg viðbót engu að síður. Og þótt ekki sé skýrt kveðið á um tiltekið leyfi þá stendur í upplýsingum um hann:

Íðorðabankinn getur því gagnast vel öllum þeim sem fjalla um sérfræðileg efni, þýðendum, kennurum, nemendum, fjölmiðlafólki, opinberum stofnunum, fyrirtækjum svo og hvers kyns áhugafólki, og síðast en ekki síst orðabókarhöfundum þar sem hann er sérstaklega ætlaður til orðabókasmíða.

https://idordabanki.arnastofnun.is/

Reyndar kemur fram annars staðar að það séu höfundar einstakra orðasafna sem hafi höfundarétt að þeim:

https://english.arnastofnun.is/page/ordabankinn

Væri þetta í samræmi við hugsjónina um ensk.is? Semsagt, ef hægt væri að fá leyfi til að nýta tiltekin orðasöfn þaðan, jafnvel þótt þeir hlutar væru ekki með sama public domain leyfi og er á meginþorranum, þá væri hægt að bæta notendaupplifunina með því að bjóða upp á orð úr þeim orðasöfnum þegar ekki er að finna þýðingu í megintextanum (þyrfti væntanlega einhverja þróun á hugbúnaðinum, en það þyrfti kannski ekki að vera of umfangsmikið?).

torfason avatar Mar 24 '22 14:03 torfason

Sæll, þetta er alveg góð hugmynd. Ég er einnig búinn að verða mér úti um þýðingarminni utanríkisráðuneytisins, en þetta er eins og alltaf spurning um leyfismál. Þetta er allvega í skoðun, nú þegar ég er að hugleiða næstu skref með vefinn.

sveinbjornt avatar Mar 24 '22 14:03 sveinbjornt