Netskrafl
Netskrafl copied to clipboard
Meðalskor leikmanns innifeli ekki viðureignir sem lauk með uppgjöf
Ef andstæðingur gefst upp í viðureign á slíkt ekki að lækka meðalskor leikmanns. Má hins vegar lækka meðalskor þess sem gefst upp. Athuga þarf hvort ný regla búi til skakka hvata.
Skakki hvatinn sem þú sérð fyrir þér er líklega á þá leið að það borgi sig fyrir leikmann að gefa leikinn ef skor hans er óvenjulágt (og honum er í mun að halda uppi meðalskori) — en fyrir það mætti einmitt komast með því að meðalskor þess sem gefur leikinn lækki en hins ekki. Það byggi þvert á móti til hvata fyrir fólk að þrauka í tapstöðu (ef því er annt um meðalskorið), og er sá hvati ekki bara af því góða?
(Svo mætti jafnvel ímynda sér að í núverandi reglu fælist þegar dálítill skakkur hvati, þar sem verðandi sigurvegari gæti séð sér hag í að hjálpa andstæðingi með óvenjulágt skor, til að letja hann frá því að gefa leikinn. Þau áhrif hljóta þó að vera pínulítil.)